Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. september 2007 12:07 Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld. Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld.
Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira