Innlent

Segir lyfjarisa standa í vegi fyrir Pharmartica

Talsmaður lyfjafyrirtækisins Pharmartica á Grenivík segir að stóru lyfjarisarnir á Íslandi standi í vegi fyrir því að fyrirtækið fái að dafna. Erfitt sé að fá inni í apótekum með nýja vöru.

Það er dótturfyrirtæki Grýtubakkahrepps sem á ráðandi hlut í fyrirtækinu en ekki alls fyrir löngu barst nýtt hlutafé inn í fyrirtækið.Pharmartica framleiðir alls um 40 vöruflokka á Grenivík en stór hluti þess er í verktöku. Miklar vonir eru bundnar við nýja afurð en fram til þessa hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á blautvörum svo sem kremum, mixtúrum smyrslum, stílum, áburði og þess háttar. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps telur að fyrirtækið sé komið til að vera þótt það hafi verið á brattann að sækja. Þar ráði miklu nýtt fjármagn frá þýskum fjárfestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×