Innlent

Bókasafni í Suður-Afríku gefnar Íslendingasögur

Dr. Sigríður Dúna: Mikil ánægja að afhenda gjöfina.
Dr. Sigríður Dúna: Mikil ánægja að afhenda gjöfina.

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra Íslands í Suður-Afríku afhenti nýlega bókasafni Háskóla Suður-Afríku Íslendingasögurnar að gjöf. Um er að ræða nýja enska útgáfu af sögunum. Það var dr. Judy Hennings háskólabókavörður sem tók á móti gjöfinni.

Fjallað er um þetta í nýjasta hefti af Stiklum um menningar- og landkynningarmál. Það mun hafa verið árið 2005 að forstöðumaður enskudeildar háskólans hlutaðist til um að Íslendingasögurnar yrðu aðgengilegar nemendum í miðaldafræðum og málvísindum. Óskaði hann eftir aðstoð sendiráðsins við slíkt.

Sigríður Dúna sagði við afhendingu gjafarinnar að það væri Íslendingum mikil ánægja að færa háskólanum sögurnar að gjöf og vonaðist hún til að þetta myndi styrkja enn frekar tengsl íslands og Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×