Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. júlí 2007 18:56 Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira