Fjögurra manna samráðshópur verður væntanlega skipaður til að fara nánar yfir áform borgarinnar um að opna athvarf fyrir heimilislausa í húsnæði gistiheimilis að Njálsgötu 74. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gerði þetta að tilögu sinni á fundi með íbúum í grennd við fyrirhugað athvarf, sem haldinn var í gærkvöldi.
Íbúar hafa áhyggjur af vandræðum vegna þessa reksturs en á fundinum kom fam að þar yrði sólarhrings vakt og húsagi haldinn. Einnig að góð reynsla væri af svipuðum rekstri á tveimur öðrum stöðum í borginni.