Innlent

Tólf ára samstarfi lokið

Tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk í dag. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu á næstu dögum freista þess að mynda nýja stjórn sem hefði 13 manna meirihluta. Atburðarásin í íslenskum stjórnmálum hefur verið hröð í dag.

Framsóknarmenn komu saman til fundar á tólfta tímanum í morgun. Formaður flokksins gekk af þeim fundi klukkan tvö og hitti hann formann Sjálfstæðisflokks stuttu síðar. Klukkan hálf fjögur tilkynntu þeir að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri lokið. Stundu síðar boðaði Geir H. Haarde Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á fund sinn og hittust þau ríflega hálf fimm í Alþingishúsinu. Rétt upp úr klukkan fimm tilkynntu svo Geir og Ingibjörg Sólrún að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hefjist á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×