Innlent

Ríkisstjórnin er pólitíkst fallin, segir Kristinn H.

MYND/GVA

Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að kosning hans hafi ekki komið sér á óvart.

Í samtali við Bæjarins besta segir Kristinn að kannanir hafi bent til þess að frjálslyndir yrðu með það fylgi sem þeir fengu í kosningunum. Flokkurinn hafi verið sterkastur í Norðvesturkjördæmi og þar af leiðandi hefði verið líklegt að hann kæmist inn sem jöfnunarþingmaður.

Um stjórnarsamstarfið segir Kristinn, sem gekk til liðs við frjálslynda frá Framsóknarflokknum fyrr á árinu, að tæknilega sé stjórnin ekki fallin en pólitískt sé hún það. „Hún á eftir að sitja í einhverja daga meðan menn spila sinn pólitíska póker en það er ómögulegt að segja hvað kemur úr þeim póker," segir Kristinn H. í samtali við Bæjarins besta.

Þess má geta að samanlagt atkvæðamagn stjórnarflokkanna er minna atvkæðamagn stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×