Innlent

Hlutfall kvenna á þingi minnkar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Konum á Alþingi fækkar um þrjár frá fyrra tímabili þegar tuttugu og þrír kvenkyns þingmenn sátu á þingi. Alls er hlutfall kvenna eftir Alþingiskosningarnar í gær innan við þriðjungur.

Árið 1922 urðu tímamót í kvenréttindabaráttu íslenskra kvenna þegar fyrsta konan tók sæti á Alþingi. Til ársins 1978 sátu þó einungis 9 konur á þingi.

Þetta er tæplega þriðjungur þingmanna sem eru 63. Tvær konur munu sitja á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í stað fjögurra, átta konur fyrir Sjálfstæðisflokk, en þær voru áður sjö. Sex þingkonur Samfylkingar munu sitja á þingi í stað níu áður og fjórar fyrir Vinstri græna í stað tveggja á síðasta tímabili.

Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Feministafélagsins segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir konur. Hún segir að til að hafa lýðræði verði hlutfallið að vera betra.

Í samanburði við hin Norðurlöndin stöndum við verst að vígi. Þar sé hlutfall kvenna um eða yfir fjörtíu prósent. Þegar staðan þar var eins og hún er hér á landi nú, var sett á kvótakerfi. Við það jókst fjöldi kvenna á þingi og hefur haldist síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×