Ríkisstjórnin hélt naumlega velli - Jón Sigurðsson komst ekki á þing Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 08:51 Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira