Ríkisstjórnin hélt naumlega velli - Jón Sigurðsson komst ekki á þing Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 08:51 Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira