Innlent

Var komin heim og nánast úrkula vonar

MYND/AP

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var komin heim og var með jógúrt í hönd þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis náði tali af henni skömmu eftir að ljóst var að hún hefði náð kjöri í Suðvesturkjördæmi.

Siv sagðist hafa nánast hafa verið búin að gefa upp vonina um að hún yrði áfram á þingi og því voru tíðindi mjög óvænt. Sagðist hún ánægð með það og þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefði fengið.

Aðspurð hvort hún hygðist fara út og fagna þessu sagðist hún ekki ætla gera það heldur hafa það náðugt með sínu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×