Innlent

3 atkvæði í að stjórnin falli

Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi er Sjálfstæðisflokkur að bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum og Framsókn að tapa einum manni. Enn sem komið er heldur ríkisstjórnin en ef Framsókn bætir við sig þremur atkvæðum í kjördæminu, umfram aðra flokka, þá fellur ríkisstjórnin vegna niðurröðunar jöfnunarþingmanna.

Aðrir flokkar standa í stað. Kristján Júlíusson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, virðist því hafa reynst Sjálfstæðismönnum vel í kjördæminu.

Þá falla Mörður Árnason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Einar Oddur Kristjánsson út af þingi og inn kemur fulltrúi Vinstri grænna og tveir frá Samfylkingu. Því er ljóst að vægast sagt er mjög mjótt er á mununum. Ríkisstjórnin stendur með minnihluta atkvæða, eða tæp 48% atkvæða.

Þegar búið var að telja 15.581 atkvæði var staðan í kjördæminu svona:

Flokkur - Atkvæði - Prósenta - Þingmannafjöldi

Framsókn (B) - 3705 - 23,4% - 3

Sjálfstæðisflokkur (D) - 4312 - 27,3% - 3

Frjálslyndir (F) - 796 - 5% - 0

Íslandshreyfingin (I) - 191 - 1,2% - 0

Samfylking (S) - 3370 - 21,3% - 2

Vinstri grænir (V) - 3207 - 20,3% - 2

Auðir seðlar voru 194 og ógildir voru 25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×