Innlent

Kosningar til Alþingis hafnar

MYND/Stefán Karlsson

Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur. Við síðustu kosningar voru 211.289 kjósendur á kjörskrá og er nemur fjölgunin því 4,8 prósentum. Nýjir kjósendur eru um 17.000. Kjörstöðum lokar klukkan tíu í kvöld og sagt verður frá fyrstu tölum fljótlega upp úr því.

Suðvesturkjördæmi er langfjölmennast af kjördæmunum sex, en þar eru 54.584 á kjörskrá. Það þýðir að á bakvið hvert þingsæti eru 4549 kjósendur. Norðvesturkjördæmi er hinsvegar fámennast, þar eru 21.112 á kjörskrá og 2347 á bakvið hvert þingsæti.

Nokkur umræða hefur verið um útstrikanir á framboðslistum í aðdraganda þessara kosninga og er rétt að benda á, að hyggist kjósandi strika út ákveðinn frambjóðanda verður hann að kjósa listann sem frambjóðandinn er á. Annað ógildir kjörseðilinn.

Fréttastofa Stöðvar 2 mun halda úti öflugu kosningasjónvarpi fram eftir nóttu og hefst útsending klukkan níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×