Innlent

Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu

MYND/GVA

Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Reykjavík höfðu rúmlega 11 þúsund manns greitt atkvæði í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu um klukkan tvö í dag. Á sama tíma í síðustu kosningum voru um átta þúsund manns búnir að greiða atkvæði.

Á Akureyri höfðu 1.300 manns greitt atkvæði og samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu þar er það heldur meira en á sama tíma í fyrra.

Utankjörstaðafundir í Reykjavík verður opnir til klukkan tíu kvöld en til klukkan níu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×