Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun 2. maí 2007 20:35 MYND/Stefán Karlsson Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna." Kosningar 2007 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna."
Kosningar 2007 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira