Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram 26. apríl 2007 14:39 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra. Kosningar 2007 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra.
Kosningar 2007 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira