Innlent

Akureyrarlistinn býður ekki fram í vor

Búið er að blása af fyrirhugaðan Akureyrarlista fyrir þingkosningarnar í vor. Talsmaður listans segir að öfgafull umræða eigi þátt í þessari ákvörðun.

Ragnar Sverrisson kaupmaður kynnti hugmyndir um sérstakan Akureyrarlista á Alþingi fyrir einu og hálfu ári. Þá þótti honum og hópi annarra óeðlilegt að enginn þingmaður væri búsettur á Akureyri og átti að breyta því. En nú hefur verið hætt við Akureyrarframboð.

 

Í staðarmiðlum Akureyrar undanfarið hefur borið á þeim sjónarmiðum í þröngum hópi fólks að Akureyri sé fyrst og fremst fyrir Akureyringa og að aðkomumenn hafi ekkert leyfi til að hrófla við skipulagi eins og til dæmis að fórna Akureyrarvelli. Þessi forkastanlega og öfgafulla umræða, eins og Ragnar kallar hana, á einnig þátt í að ekkert verður af Akureyrarframboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×