Enski boltinn

Terry segir að Chelsea geti enn unnið titilinn

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea er sannfærður um að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester United og standa uppi sem Englandsmeistarar þriðja árið í röð. Chelsea er sem stendur sex stigum á eftir Manchester. Chelsesa mætir Tottenham á morgun en Tottenham hafa verið á mikilli siglingu undanfarið.

Manchester hafa einnig spilað af miklu öryggi undanfarið og lítið sem bendir til þess að þeim fatist flugið í síðustu umferðunum. Þeir mæta Portsmouth á útivelli á morgun og geta stigið enn eitt skrefið í átt að titli með sigri í þeim leik. Sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni og er Manchester með 78 stig nú en Chelsea með 72 í örðu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×