Innlent

15 þúsund Íslendingar til útlanda um páskana

Hátt í fimmtán þúsund Íslendingar fara utan yfir páskana með Icelandair og Iceland Express og fullbókað er til helstu áfangastaða þeirra út aprílmánuð. Hjá Icelandair eru Orlando, Kaupmannahöfn og Lundúnir vinsælustu staðirnir.

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að flogið verði með hátt í fimm þúsund farþega á degi hverjum næstu vikur. Hjá Iceland Express er fullbókað til Alicante yfir páskana og nær allt flug til Berlínar, Kaupmannahafnar og Lundúna. Að sögn framkvæmdastjóra Iceland Express hefur flugum verið fjölgað í apríl og útlit fyrir að allt seljist upp á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×