Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar 18. mars 2007 00:32 MYND/Vilhelm Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi. Kosningar 2007 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi.
Kosningar 2007 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði