Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð 13. mars 2007 18:30 Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna. Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna.
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira