Enski boltinn

Gerrard fær skaðabætur

Steven Gerrard
Steven Gerrard NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fékk í dag óuppgefna peningaupphæð frá London Sport Magazine í kjölfar skaðabótamáls sem hann höfðaði á hendur vefsíðu þess vegna fréttar sem það birti um hann á sínum tíma.

Blaðið fullyrti á sínum tíma á forsíðu að Gerrard hefði ákveðið að ganga í raðir Real Madrid eftir að hafa átt leynilega fundi með forráðamönnum spænska félagsins. Lögmaður Gerrard sagði fyrir rétti að bæði knattspyrnumaðurinn sjálfur og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir miklu og leiðinlegu áreiti í kjölfar fréttarinnar - sem hefði með öllu verið úr lausu lofti gripin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×