Tollkvótar hækka matarverð 4. mars 2007 18:30 Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar." Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira