Innlent

Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu er í dag. Fyrsta vitni dagsins var Auðbjörg Friðgeirsdóttir, innri endurskoðandi Baugs, hún var spurð út í færslur í bókahaldi og fleiri atriði sem lúta að málinu.

Á eftir henni kemur Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og svo Árni Oddur Þórðarson. Alls er um nítján ákæruliði að ræða og eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger ákærðir fyrir stórfelld bókhaldsbrot og fjárdrátt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×