Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár 27. febrúar 2007 19:00 Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira