Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi 26. febrúar 2007 18:53 Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda." Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda."
Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira