Enski boltinn

Parlour æfir með Arsenal

Ray Parlour æfir á fornum slóðum
Ray Parlour æfir á fornum slóðum NordicPhotos/GettyImages

Gamla brýnið Ray Parlour, sem nýverið gekk í raðir Hull City, ætlar að æfa með gamla liðinu sínu Arsenal á næstu vikum á meðan hann nær sér af meiðslum. Parlour er nú að spila utan efstu deildar í fyrsta sinn á ferlinum og fær aðeins borgað hjá Hull ef hann nær að spila leiki með félaginu.

"Ég fæ ekkert borgað hjá Hull nema ég spili með liðinu og því er mikilvægt að ná sér í form sem fyrst. Ég hef gott samkomulag við Arsenal og fæ að sprikla með þeim, en svo verð ég hjá Hull tveimur dögum fyrir leik. Ég er að verða kominn í fínt form og verð betri með hverjum leiknum," sagði Parlour sem látinn var fara frá Middlesbrough á dögunum þar sem hann hafði ekkert fengið að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×