Enski boltinn

Kanchelskis leggur skóna á hilluna

Kanchelskis var öskufljótur kantmaður
Kanchelskis var öskufljótur kantmaður NordicPhotos/GettyImages

Rússneski kantmaðurinn Andrei Kanchelskis hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Kanchelskis gerði garðinn frægan með Manchester United snemma á síðasta áratug og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu.

Kanchelskis hafði spilað með liðum í heimalandi sínu síðustu árin á ferlinum, en auk þess að spila með United var hann á mála hjá liðum eins og Fiorentina, Everton, Manchester City, Rangers og Al Hilal í Sádí Arabíu. Kanchelskis fæddist í Úkraínu en ákvað að gefa kost á sér í landslið Rússa eftir hrun Sovétríkjanna og skoraði hann fimm mörk í 36 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×