Enski boltinn

Pearce áhugasamur

NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur viðurkennt að hafa átt spjall við enska knattspyrnusambandið um að taka við ungmennaliði Englendinga. Peter Taylor sagði af sér sem þjálfari U-21 árs liðsins á dögunum vegna anna með félagsliði sínu Crystal Palace.

"Maður á að vera upp með sér ef maður er orðaður við stöðu hjá enska landsliðinu, sama hvar það er," sagði Pearce, sem einnig var orðaður við stöðu hjá A-landsliði Englendinga í sumar. "Ef ég tæki svona starf að mér, yrði það aðeins að því gefnu að ég gæti sinnt störfum mínum hjá City á sama tíma," bætti Pearce við. Forráðamenn City eru ekki sagðir jafn hrifnir af þessari hugmynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×