Enski boltinn

Við spiluðum eins og fyllibyttur

Benayoun langaði til að gráta eftir að West Ham steinlá 6-0 fyrir Reading
Benayoun langaði til að gráta eftir að West Ham steinlá 6-0 fyrir Reading NordicPhotos/GettyImages

Yossi Benayoun, miðjumaður West Ham, hefur látið hörð orð falla um spilamennsku liðsins í 6-0 tapinu gegn Reading á dögunum. Hann segir að liðið muni falla rakleitt niður um deild í vor ef það vinni ekki sigur í næsta leik gegn Fulham.

"Við spiluðum eins og fyllibyttur gegn Reading og ég skammast mín og er í hálfgerðu áfalli eftir þennan leik. Ef við höldum áfram að spila svona munum við klárlega falla niður um deild. Ástandið er orðið mjög slæmt og mig langaði að grenja eftir þennan leik. Ef við töpum gegn Fulham í næsta leik, munum við halda áfram að grafa sjálfum okkur gröf og því er þetta mikilvægasti leikurinn á tímabilinu," sagði Benayoun í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×