Enski boltinn

Barcelona hafnaði Ronaldo

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður portúgalska vængmannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United heldur því fram að Spánarmeistarar Barcelona hafi ákveðið að nýta ekki tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir HM á síðasta ári því félagið hafi ætlað að kaupa Thierry Henry hjá Arsenal.

"Barcelona hafnaði tækifærinu til að kaupa hann því það var á höttunum eftir Henry. Hann færi aldrei til Barcelona í dag, því United myndi ekki láta hann fara þó því yrðu boðnar hæstu mögulegar fjárhæðir fyrir hann," sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×