Enski boltinn

Enn tapar Chelsea stigum

Jose Mourinho horfði upp á lið sitt tapa dýrmætum stigum í kvöld
Jose Mourinho horfði upp á lið sitt tapa dýrmætum stigum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en þeir Didier Drogba og Ashley Cole misnotuðu þá góð færi fyrir gestina. Leikmenn Villa spiluðu betur í þeim síðari en niðurstaðan varð markalaust jafntefli og því hefur Chelsea gert þrjú jafntefli í röð í deildinni. Forysta Manchester United á toppnum er því sex stig, þrátt fyrir að United hafi einnig þurft að sætta sig við jafntefli í síðasta leik. Þess má geta að Khalid Boulahrouz hjá Chelsea fór af velli í leiknum meiddur á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×