Enski boltinn

Arsenal burstaði Charlton

Henry og van Persie fagna sigrinum á Charlton í kvöld
Henry og van Persie fagna sigrinum á Charlton í kvöld NordicPhotos/GettyImages
Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×