Enski boltinn

Redknapp ætlar ekki að selja

Kanu segist vilja fara frá Portsmouth
Kanu segist vilja fara frá Portsmouth NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu.

Kanu hefur lýst því yfir að hann vilji ganga í raðir fyrrum félaga sinna í Ajax í Hollandi og nú hefur miðvörðurinn Sol Campbell verið orðaður við Chelsea. "Kanu fer ekki fet. Hann er á eins árs samningi hjá okkur og verður að virða hann. Hann hefur staðið sig mjög vel hjá okkur, en hann hefur ekkert rætt það við mig að hann vilji fara. Hvað Campbell varðar, kemur ekki annað til greina en að halda honum, því hann er kjölfesta okkar í varnarleiknum," sagði Redknapp.

Kanu hefur engu að síður látið hafa það eftir sér að hann vilji fara til Hollands, þar sem hann eigi möguleika á að gera frábæra hluti með fyrrum félögum sínum. Hann segist ekki búast við öðru en að Portsmouth leyfi honum að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×