Enski boltinn

Ballack gengst við gagnrýni

Michael Ballack hefur farið rólega af stað með Chelsea
Michael Ballack hefur farið rólega af stað með Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar.

"Enginn sleppur viðgagnrýni og það er alveg greinilegt þegar maður spilar á Englandi. Ég er engu að síðust viss um að ég tók rétta ákvörðun með að koma hingað og ég sé alls ekki eftir að hafa komið til Chelsea. Það er ekki aðeins áskorun að spila með liðinu, heldur er það gaman að vera umkringdur svona góðum leikmönnum. Andrúmsloftið hérna er frábært, liðin sækja til sigurs og það er mikill hraði í spilinu," sagði Ballack.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×