Enski boltinn

Niemi laus af sjúkrahúsi

Antti Niemi er á batavegi
Antti Niemi er á batavegi NordicPhotos/GettyImages

Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli.

Markvörðurinn Tony Warner var kallaður úr láni hjá Leeds til að fylla skarð Niemi, en þó ekki sé vitað hvenær hann nær sér að fullu, voru meiðsli hans sem betur fer ekki eins alvarleg og menn óttuðust í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×