Kallar tónleikana sýndarmennsku 21. janúar 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu. Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira