Tónlist af amerískum ættum 20. febrúar 2007 07:15 Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og sönglög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku", eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stundaði nám við Tónlistarskóla Vínarborgar og Manhattan School of Music í New York. Að lokinni mastersgráðu í söng starfaði hún við óperuhús víða erlendis. Hún hefur margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og CAPUT-hópnum auk þess að syngja inn á hljómdiska. Meðfram starfi sínu sem óperusöngkona hefur Ingveldur um árabil rekið sitt eigið söngstúdíó og haldið fjölda námskeiða fyrir söngáhugafólk á öllum aldri. Ingveldur Ýr syngur um þessar mundir hlutverk hinnar skeggjuðu Tyrkja-Böbu í uppsetningu Íslensku óperunnar á Flagara í framsókn eftir Stravinsky og hefur hlotið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Tónleikarnir standa yfir í um fjörutíu mínútur og er tilvalið fyrir þá sem starfa eða búa í miðbænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óperuna í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Veitingar verða boðnar til sölu í anddyri hússins, bæði fyrir og eftir tónleikana. - khh Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og sönglög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku", eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stundaði nám við Tónlistarskóla Vínarborgar og Manhattan School of Music í New York. Að lokinni mastersgráðu í söng starfaði hún við óperuhús víða erlendis. Hún hefur margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og CAPUT-hópnum auk þess að syngja inn á hljómdiska. Meðfram starfi sínu sem óperusöngkona hefur Ingveldur um árabil rekið sitt eigið söngstúdíó og haldið fjölda námskeiða fyrir söngáhugafólk á öllum aldri. Ingveldur Ýr syngur um þessar mundir hlutverk hinnar skeggjuðu Tyrkja-Böbu í uppsetningu Íslensku óperunnar á Flagara í framsókn eftir Stravinsky og hefur hlotið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Tónleikarnir standa yfir í um fjörutíu mínútur og er tilvalið fyrir þá sem starfa eða búa í miðbænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óperuna í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Veitingar verða boðnar til sölu í anddyri hússins, bæði fyrir og eftir tónleikana. - khh
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira