Innlent

Messa á Íslandi til minningar um Pavarotti

Luciano Pavarotti lést á fimmtudaginn, 71 árs að aldri.
Luciano Pavarotti lést á fimmtudaginn, 71 árs að aldri. MYND/AFP

Sungin verður sérstök sálumessa til minningar um stórsöngvarann Luciano Pavarotti í Landakotskirkju næstakomandi mánudag. Fyrir messu flytja Sigrún Hjálmtýsdóttir, Pamela De Sensi, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Leone Tinganelli lög úr ítölskum óperum.

Þeir sem vilja votta Pavarotti virðingu sína geta ritað nafn sitt í sérstaka minningabók sem mun liggja fram í Landakotskrikju við athöfnina. Einnig verður hægt að rita í bókina á Aðalræðisskrifstofu Ítalíu að Laugavegi 71.

Messan á mánudaginn hefst klukkan 18 en tónlistarflutningur hefst hálftíma fyrir messu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×