Ofar en Ozzy og Winehouse 27. júlí 2007 03:00 Hafdís þótti standa sig ákaflega vel á tónleikunum í Svíþjóð. mynd/johan eckerström Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira