Enski boltinn

Fyrirliði Motherwell látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil O'Donnell.
Phil O'Donnell. Nordic Photos / Getty Images

Phil O'Donnell, fyrirliði skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell, lést í dag eftir að hann hné niður í leik Motherwell og Dundee United í dag.

O'Donnell hné niður í þann mund sem átti að skipta honum út af undir lok leiksins sem lauk með 5-3 sigri Motherwell.

Hugað var að honum á vellinum í um fimm mínútur áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Bill Dickie, stjórnarformaður Motherwell, staðfesti síðar andlát hans.

Gordon Smith, formaður skoska knattspyrnusambandsins, tjáði sig síðar við fjölmiðla.

„Þetta eru hræðilegar fréttir. Phil var ekki aðeins frábær knattspyrnumaður heldur frábær manneskja. Ég samhryggist fjölskyldu hans innilega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×