Innlent

Tveir flutningabílar hafa oltið á Suðurlandi

MYND/Róbert

Flutningabíll fauk út af þjóðveginum rétt austan við Freysnes í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins lítilsháttar.

Hann var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Þá mun olíuflutningabíll hafa oltið í Austur-Landeyjum austan við afleggjarann af Ljótarstöðum nú í eftirmiðdaginn en ekki hafa fengist upplýsingar hjá lögreglu hvort ökumann hafi sakað eða hvort olía hafi lekið út bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×