Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira