Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira