Enski í dag: Torres með tvö í auðveldum sigri Liverpool 22. desember 2007 16:50 Gullkálfurinn Torres skoraði tvö fyrir Liverpool í dag NordicPhotos/GettyImages Liverpool vann í dag góðan 4-1 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson var á skotskónum með Reading þegar liðið lagði Sunderland 2-1 á heimavelli. Liverpool lagði grunnin að góðum sigri á Sunderland með tveimur mörkum snemma leiks. Yossi Benayoun kom Liverpool á bragðið á Anfield á 13. míntútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Sylvain Distin sjálfsmark fyrir Portsmouth. Þannig var staðan í hálfleik og tvö mörk frá Fernando Torres (67. og 85.) tryggðu Liverpool sigurinn. Benjani minnkaði muninn fyrir Portsmouth á 57. mínútu en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Portsmouth hafði unnið sex leiki í röð á útivelli í deildinni en liðið var lakari aðilinn lengst af á Anfield í dag. Liverpool náði á hinn bóginn að rétta úr kútnum eftir tvö töp í röð fyrir Manchester United í deildinni og Chelsea í deildarbikarnum. Ívar fagnaði marki sínu að hætti hússinsNordicPhotos/GettyImages Ívar á skotskónum Ívar Ingimarsson kom Reading í 1-0 gegn Sunderland en Michael Chopra jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu nokkuð gegn gangi leiksins. Það var svo Stephen Hunt sem tryggði Reading verðskuldaðan sigur með marki á lokamínútunni. Brynjar Björn Gunnarsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Reading eftir að hafa verið frá keppni vegna hnémeiðsla. Bolton vann sannfærandi 3-0 sigur á Birmingham þar sem Nicolas Anelka fór mikinn - skoraði tvívegis og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir El Hadji Diouf. Aston Villa og Man City skildu jöfn 1-1 í Birmingham þar sem Ítalinn Bianchi kom gestunum yfir en Norðmaðurinn John Carew jafnaði fyrir Villa fyrir hlé. Fulham og Wigan skildu höfn 1-1 þar sem Marcus Bent var enn í stuði og kom gestunum í Wigan yfir, en Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey jafnaði fyrir Fulham. West Ham vann góðan útsigur á Middlesbrough á útivelli 2-1. David Wheather kom heimamönnum yfir á 40. mínútu en Dean Ashton jafnaði skömmu fyrir hlé. Það var svo Scott Parker sem var hetja Íslendingaliðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Arsenal með fjögurra stiga forskot Eftir leiki dagsins er Arsenal sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 43 stig eftir góðan sigur á grönnum sínum í Tottenham í dag - fjórum stigum meira en Manchester United sem á leik til góða gegn Everton á heimavelli á morgun. Chelsea er í þriðja sætinu með 34 stig líkt og Manchester City, en Chelsea á leik til góða á City þegar liðið sækir Blackburn heim á morgun. Liverpool er svo í fimmta sætinu með 33 stig og Everton og Portsmouth eru í sætum sex og sjö með 30 stig. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Liverpool vann í dag góðan 4-1 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson var á skotskónum með Reading þegar liðið lagði Sunderland 2-1 á heimavelli. Liverpool lagði grunnin að góðum sigri á Sunderland með tveimur mörkum snemma leiks. Yossi Benayoun kom Liverpool á bragðið á Anfield á 13. míntútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Sylvain Distin sjálfsmark fyrir Portsmouth. Þannig var staðan í hálfleik og tvö mörk frá Fernando Torres (67. og 85.) tryggðu Liverpool sigurinn. Benjani minnkaði muninn fyrir Portsmouth á 57. mínútu en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Portsmouth hafði unnið sex leiki í röð á útivelli í deildinni en liðið var lakari aðilinn lengst af á Anfield í dag. Liverpool náði á hinn bóginn að rétta úr kútnum eftir tvö töp í röð fyrir Manchester United í deildinni og Chelsea í deildarbikarnum. Ívar fagnaði marki sínu að hætti hússinsNordicPhotos/GettyImages Ívar á skotskónum Ívar Ingimarsson kom Reading í 1-0 gegn Sunderland en Michael Chopra jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu nokkuð gegn gangi leiksins. Það var svo Stephen Hunt sem tryggði Reading verðskuldaðan sigur með marki á lokamínútunni. Brynjar Björn Gunnarsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Reading eftir að hafa verið frá keppni vegna hnémeiðsla. Bolton vann sannfærandi 3-0 sigur á Birmingham þar sem Nicolas Anelka fór mikinn - skoraði tvívegis og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir El Hadji Diouf. Aston Villa og Man City skildu jöfn 1-1 í Birmingham þar sem Ítalinn Bianchi kom gestunum yfir en Norðmaðurinn John Carew jafnaði fyrir Villa fyrir hlé. Fulham og Wigan skildu höfn 1-1 þar sem Marcus Bent var enn í stuði og kom gestunum í Wigan yfir, en Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey jafnaði fyrir Fulham. West Ham vann góðan útsigur á Middlesbrough á útivelli 2-1. David Wheather kom heimamönnum yfir á 40. mínútu en Dean Ashton jafnaði skömmu fyrir hlé. Það var svo Scott Parker sem var hetja Íslendingaliðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Arsenal með fjögurra stiga forskot Eftir leiki dagsins er Arsenal sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 43 stig eftir góðan sigur á grönnum sínum í Tottenham í dag - fjórum stigum meira en Manchester United sem á leik til góða gegn Everton á heimavelli á morgun. Chelsea er í þriðja sætinu með 34 stig líkt og Manchester City, en Chelsea á leik til góða á City þegar liðið sækir Blackburn heim á morgun. Liverpool er svo í fimmta sætinu með 33 stig og Everton og Portsmouth eru í sætum sex og sjö með 30 stig.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira