Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur 16. apríl 2007 09:00 Upphitunarböndin í fantaformi, góð stemning í salnum og Peter Bjorn án John nær gallalaus. Frábært tónleikakvöld. Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“