Íbúðalánsjóður veitti alls 13.500 viðbótarlán vegna íbúðakaupa á árunum 1999 til 2004. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, alþingismanns, um félagslegar íbúðir og málefni íbúðalánasjóðs.
Í svari ráðherra kemur meðal annars fram að frá ársbyrjun 1999 hafi Íbúðalánsjóður afskrifað rúmar 114 milljónir króna vegna félagslegrar íbúða miðað við núgildandi verðlag. Á sama tímabili námu heildarútlán sjóðsins 2.175 milljörðum króna.
Þá segir einnig í svari ráðherra að frá árinu 1999 hafi Íbúðalánsjóður veitt alls 13.500 viðbótarlán til einstaklinga og fjölskyldna. Viðbótarlán voru veitt þeim sem féllu undir tekju- og eignamörk samkvæmt reglugerðum.