Öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu 8. nóvember 2007 11:53 MYND/VGA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, kom fram að á norðurslóðum séu miklir hagsmunir í húfi. Benti ráðherra á að allmörg ríki hafi nú þegar gert tilkall til áhrifa og aðgangs að auðlindum á Norðurpólnum. Ráðherra sagði mikilvægt að Ísland leggi í þessu sambandi áherslu á mótun nauðsynlegra leikreglna á Norðurslóðum og spyrni gegn kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðum ríkja. Fram kom í máli Ingibjargar að nýtt tímaskeið sé hafið í öryggis- og varnarmálum Íslands. Hingað til hafi Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnarsamstarfi vestrænna ríkja en nú séu forsendur gjörbreyttar. Sagði hún það fagnaðarefni að grannríki hafi sýnt áhuga á samstarfi við Íslendinga í öryggismálum. Minntist hún í því samhengi á rammasamningana við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Sagði hún ennfremur viðlíka samstarf við Bretland, Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Þá lagði Ingibjörg áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og þróunaraðstoð. Í þessu ljósi hefur ráðherra ákveðið að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, en með aðildinni fær Ísland beinan aðgang að reynslu og upplýsingum sem nýtast við mótun stefnu í þróunarstarfi. Ráðherra sagði ennfremur að sem auðugu ríki beri Ísland skyldu til að stefna markvisst að því að verða í hópi þeirra ríkja sem mest leggja fram til þróunarmála miðað við verg landsframleiðslu. Á þessu ári mun hlutfallið nema 0,28 prósentum, 0,31 prósentum á næsta ári og 0,35 árið 2009. Utanríkisráðherra boðaði ennfremur aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið að senda fleiri friðargæsluliða til starfa í Miðausturlöndum á næstunni. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, kom fram að á norðurslóðum séu miklir hagsmunir í húfi. Benti ráðherra á að allmörg ríki hafi nú þegar gert tilkall til áhrifa og aðgangs að auðlindum á Norðurpólnum. Ráðherra sagði mikilvægt að Ísland leggi í þessu sambandi áherslu á mótun nauðsynlegra leikreglna á Norðurslóðum og spyrni gegn kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðum ríkja. Fram kom í máli Ingibjargar að nýtt tímaskeið sé hafið í öryggis- og varnarmálum Íslands. Hingað til hafi Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnarsamstarfi vestrænna ríkja en nú séu forsendur gjörbreyttar. Sagði hún það fagnaðarefni að grannríki hafi sýnt áhuga á samstarfi við Íslendinga í öryggismálum. Minntist hún í því samhengi á rammasamningana við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Sagði hún ennfremur viðlíka samstarf við Bretland, Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Þá lagði Ingibjörg áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og þróunaraðstoð. Í þessu ljósi hefur ráðherra ákveðið að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, en með aðildinni fær Ísland beinan aðgang að reynslu og upplýsingum sem nýtast við mótun stefnu í þróunarstarfi. Ráðherra sagði ennfremur að sem auðugu ríki beri Ísland skyldu til að stefna markvisst að því að verða í hópi þeirra ríkja sem mest leggja fram til þróunarmála miðað við verg landsframleiðslu. Á þessu ári mun hlutfallið nema 0,28 prósentum, 0,31 prósentum á næsta ári og 0,35 árið 2009. Utanríkisráðherra boðaði ennfremur aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið að senda fleiri friðargæsluliða til starfa í Miðausturlöndum á næstunni.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira