Innlent

Trúbador stefnir Tinnu og krefst skaðabóta

Hörður Torfason: Stefnir Þjóðleikhúsinu vegna meintra vanefnda á munnlegum samningi.
Hörður Torfason: Stefnir Þjóðleikhúsinu vegna meintra vanefnda á munnlegum samningi.

Hörður Torfason trúbador með meiru hefur stefnt Þjóðleikhúsinu og krefst skaðabóta fyrir meintar vanefndir á munnlegum samningi sem hann segist hafa gert um tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrra. "Ég tel að þessi krafa hans sé byggð á miklum misskilningi," segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri í samtali við Vísi. Hörður Torfason vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Forsaga málsins er sú að í fyrra hafði Örn Árnason umsjón með skemmtidagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum en staðurinn var þá rekinn af Þjóðleikhúsinu. Hörður Torfason var einn þeirra skemmtikrafta sem Örn hafði samband við og fékk til að koma fram í dagskránni.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×