Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil 23. janúar 2007 18:45 Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur." Fréttir Innlent Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur."
Fréttir Innlent Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira