Hvalkjöt í hundamat 23. janúar 2007 12:17 Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. Náttúruverndarsamtökin Greenpeace hafa bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi Bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tekið málið í fóstur. Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt. Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá japönskum stjórnvöldum sem sýna að byrgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá Íslandi muni einfaldlega leggjast ofan á þessar illseljanlegu birgðir. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace segir að það séu einfaldlega engin gild rök fyrir hvalveiðum. Japansmarkaður sé svo vonlaus að þar sé byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og í skólamötuneyti. Sala hvalaafurða skili því einungis smáaurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar. Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. Náttúruverndarsamtökin Greenpeace hafa bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi Bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tekið málið í fóstur. Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt. Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá japönskum stjórnvöldum sem sýna að byrgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá Íslandi muni einfaldlega leggjast ofan á þessar illseljanlegu birgðir. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace segir að það séu einfaldlega engin gild rök fyrir hvalveiðum. Japansmarkaður sé svo vonlaus að þar sé byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og í skólamötuneyti. Sala hvalaafurða skili því einungis smáaurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira