Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár 27. febrúar 2007 19:00 Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira